Ný ríkisstjórn Sigurður Inga Jóhannssonar forsætisráðherra hefur sætt mikilli gagnrýni frá stjórnarandstöðunni frá því hún tók við völdum fyrir viku síðan. „Það er allt á hvolfi hér í þinginu," segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar. „Það á greinilega ekki að hleypa neinum málum hér í gegn."

Hún segir þingið vera óstarfhæft. „Það er búið að skemma þingsköpin. Þetta er ónýtt. Við sem þjóðríki sitjum uppi með ónýtt löggjafarþing og tala ég þá bæði sem stjórnarliði og fyrrverandi stjórnarandstæðingur því ég hef verið beggja megin borðs."

Spurð hvort kosið verði í haust svarar Vigdís: „Ég hef það fyrir meginreglu að trúa fólki þegar eitthvað er sagt. Ég er ekki svona vænissjúk eins þau. Það er nú samt þannig að þegar búið er að uppfylla eitt skilyrði stjórnarandstöðunnar eða einhverjar kröfur hennar þá er bara dregin ný víglína. Þannig hefur það verið í þau þrjú ár sem ég hef verið með þetta fólk í stjórnarandstöðu. Þau virka á mig eins og hungraðir úlfar og sætta sig ekki við að hafa tapað völdum. Þetta snýst um það."

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .