„Íslendingar liðu hungur með sjálfsvirðingu en þessi kreppa hefur svert mannorð okkar,“ segir í fyrirsögn viðtals spænska blaðsins El País við frú Vigdísi Finnbogadóttur. Vigdís segir fjármálakreppuna hafa svert mannorð Íslendinga.

„Þetta hefur verið stóráfall. Sannkallaður harmleikur fyrir okkur Íslendinga sem höfum gengið gegnum fátækt og hungur án þess að tapa sjálfsvirðingunni. En nú vegna þess að nokkra banka hefur orðið að þjóðnýta fyrir að leika sér með fjármuni, finnst okkur mannorð okkar svert meðal annarra þjóða,“ hefur blaðið eftir Vigdísi.

„Ísland er opið og heiðarlegt og við finnum til samkenndar með öðrum," segir Vigdís. „Við höfum liðið snjóflóð og fátækt vegna aflaleysis en við erum brú í Atlantshafi milli gamla og nýja heimsins. Við komumst af," segir Vigdís einnig.

Ríkisútvarpið greinir frá þessu.