„Ég neita því að ég hafi brotið þingsköp. Þetta er óstjórn, frú forseti. Ég mótmælii því ofbeldi sem ég hef verið beitt á Alþingi,“ Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.

Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis fór hörðum orðum um Facebook-færslu Vigdísar á fundi nefndarinnar í morgun á þingfundi Alþingis í dag.

Færsla Vigdísar var svona: Stórfrétt - nú var eiginlega endanlega verið að slá út þjóðaratkvæðagreiðslu um skýrslu stjórnlagaráðs samhliða forsetakosningum.

Þegar upp komst um málið var fundi nefndarinnar slitið. Álfheiður sagði á Alþingi nú fyrir stundu Vigdísi hafa sýnt af sér fádæma smekkleysi með færslunni, nefndarfundir eigi að vera lokaðir og óheimilt að vitna til orða nefndarmanna.

Eftir ummæli Álfheiðar frestaði Valgerður Bjarnadóttir þingfundi Alþingis um nokkrar mínútur. Þegar fundur hófst á ný sakaði hún Vigdísi um að Facebook-færsla hennar hafi jafngilt broti á 19. grein þingskaparlaga

Eftir að þingfundi var fram haldið fékk Vigdís að gera grein fyrir máli sínu. Hún vísaði því á bug að hún hafi brotið þingsköp með færslu sinni og sagðist beitt ofbeldi í þingsal.

Vigdís Hauksdóttir.
Vigdís Hauksdóttir.
© Hörður Kristjánsson (VB MYND/ HKR)