*

mánudagur, 19. ágúst 2019
Innlent 6. júlí 2012 12:25

Vigdís Hauksdóttir hrifin af Hægri grænum

Segir Hægri græna með svipaðar áherslur og Framsóknarflokkurinn.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

„Hægri grænir eru með nokkuð svipaðar áherslur og Framsóknarflokkurinn,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, í samtali við helgarblað DV. Þar kemur fram að Vigdísi þyki Hægri Grænir, flokkur Guðmunds Franklín Jónssonar, mest áberandi af nýjum flokkum sem hafa boðað framboð en að hún búist ekki við miklu af Bjartri Framtíð og Dögun. 

Í umfjöllun DV má enn fremur lesa að Vigdís telji Sjálfstæðisflokkinn og Vinstri Græna helst koma til greina við stjórnarmyndun. „Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir - það gæti orðið mjög góð þriggja flokka stjórn,“ segir Vigdís meðal annars en tekur fram að uppstokkun þurfi í forystu Vinstri grænna þar sem Steingrímur J. Sigfússon sé búinn að vera í íslenskri pólitík.