*

miðvikudagur, 12. maí 2021
Innlent 24. febrúar 2014 14:44

Vigdís um ESB og Möltu: Það þarf að horfa á þáttinn í heild

Formaður fjárlaganefndar segir Evrópu á barmi hungursneyðar og Möltu á valdi stærra ríkis.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

„Það verður að horfa á þáttinn í heild,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, spurð út í ummæli hennar í sjónvarpsþættinum Mín skoðun á Stöð 2 í gær. Í þættinum sagði Vigdís m.a. Evrópu á barmi hungursneyðar og Möltu ekki vera sjálfstætt ríki. 

Maltverjar hafa m.a. fjallað um innlegg Vigdísar í þættinum í netritinu Times of Malta.

Spurð um hungursneyðina segir Vigdís að þáttastjórnandinn Mikael Torfason hafi byrjað að ræða um hungursneyðina í Evrópu.

Svona var umræðan um hungursneyðina: 

  • Mikael Torfason (MT): „Það er stundum látið í umræðunni eins og það ríki einhver hungursneyð í Evrópu en að almenningur í Rússlandi...“
  • Vigdís (VH - grípur fram í fyrir MT): „Það er hungursneyð í Evrópu.“
  • MT: „...en að almenningur í Rússlandi hafi það ofboðslega gott og að við eigum að líta miklu frekar til hérna Pútíns...“
  • VH: „Ég er að tala um heimsvæðingu okkar. Við erum að flytja sko afurðir okkar til Asíu og Indlands...“

 

Samræðan um Möltu var svona:

  • Katrín Júlíusdóttir (KJ): „Það hefur enginn samningur verið gerður sem ekki hefur verið með sérlausnum. 
  • VH: „Komdu með dæmi.“
  • KJ: „Malta.“
  • VG: „Malta er sjálfstjórnarríki innan stærra lands. Það er ekkert land. Þetta er svipað og ef við myndum segja á sveitafélagsvísu: Við höfum hérna 30 sveitarfélög. Vestmannaeyjar fá undanþágu frá því að borga auðlindagjald.“
  • KJ: „Bíddu, Er Malta Vestmannaeyjar hvers ríkis?“
  • VH: „Hlustaðu á mig. Nefndu mér dæmi. Hvaða sérlausn fékk Malta?

Katrín taldi upp nokkrar sérlausnir, s.s. undanþágu frá fasteignakaupum og fleira og sagði ummæli Vigdísar bull og vitleysu. „Bull og vitleysa,“ endurtók Vigdís.