*

fimmtudagur, 6. maí 2021
Innlent 13. desember 2013 15:11

Vigdís heiðraði Opus lögmenn

Arnar Kormákur Friðriksson er sigurvegari í smákökukeppni Opus lögmanna.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Lögmannsstofan Opus lögmenn hélt smákökukeppni í hádeginu i dag. Það er í fimmta skipti sem lögmannsstofan heldur slíka keppni. 

Samkvæmt upplýsingum VB.is voru þeir Bergþór Pálsson og Albert Eiríksson dómarar í keppninni. Þeir eru vanir að hafa með sér leynigest í keppnina og að þessu sinni var það frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands. 

Héraðsdómslögmaðurinn Arnar Kormákur Friðriksson bar sigur úr býtum í keppninni. Þegar Arnar Kormákur er ekki heima hjá sér að baka smákökur vinnur hann sem fulltrúi á lögmannsstofunni.