Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, starfaði áður í Blómavali þar sem hún bjó til blómaskreytingar, kransa og seldi afskorin blóm. Hún var í stuttu viðtali í Morgunblaðinu árið 1986 þar sem hún ræddi um starfið og kjörin. Hún sagði í viðtalinu að launin væru sæmileg en ekkert stórkostleg.