*

þriðjudagur, 7. júlí 2020
Fólk 12. júní 2020 09:49

Vigdís ráðin markaðsstjóri Skeljungs

Vigdís Guðjohnsen hefur verið ráðin markaðsstjóri Skeljungs.

Ritstjórn
Vigdís Guðjohnsen hefur verið ráðin markaðsstjóri Skeljungs.

Vigdís Guðjohnsen hefur verið ráðin markaðsstjóri Skeljungs. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu. Hún mun leiða markaðs- og ímyndarstarf  félagsins sem og stefnumótun markaðsdeildarinnar.  Vigdís hefur starfað hjá félaginu frá árinu 2011 og leiddi hún meðal annars mótun Skeljungs í samfélagsábyrgð. Áður starfaði hún um árabil á fyrirtækjasviði Íslandsbanka.

Vigdís er í sambúð með Hákoni Sverri Sverrissyni kvikmyndatökumanni og saman eiga þau tvö börn.

Vigdís tekur við starfinu af Steinari Þór Ólafssyni og stýrir áframhaldandi uppbyggingu er varða ásýnd og vörumerkjamál félagsins og að treysta þau enn frekar í sessi.