„Það er merkilegt með þennan hóp, sem er svo lítill í samfélaginu, hvað honum tekst að vera hávær,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar. Hún segist hafa skilgreint andstæðinga sína, þá sem hafa gagnrýnt hana vægðarlaust allt frá því hún tók sæti á Alþingi fyrir rétt rúmum fjórum árum.

Þá sem hæst láta í bloggheimum segir hún vera kratískt fólk sem tilheyrði vinstriflokkunum að einhverju leyti og sem endaði saman í Samfylkingunni. Þetta sama fólk hafi viljað að þjóðin greiddi Icesave-reikningana og að hún gengi í Evrópusambandið.

„Þetta er býsna merkilegt,“ segir Vigdís um óvægna umfjöllun gegn sér. „Ég má varla opna munninn, þá er búið að kveikja í öllu.“

Vigdís er í ítarlegu viðtali í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Þar ræðir hún m.a. um fjárlagagerðina, framúrreksturinn, lífið á Alþingi og árásir gegn sér. Á meðal efnis í blaðinu er:

  • „Tölvuhakk“ Seðlabankans fyrir dóm
  • Íslenskir fjárfestar selja lyfjafyrirtæki á Spáni
  • Ráðherra skoðar tölvupóstmál sérstaks saksóknara
  • Skila tillögum að skuldavanda heimilanna í nóvember
  • FME varar við markaðsmisnotkun
  • Afkoman batnar hjá Skiptum
  • Kostnaður Íslandsbanka lækkar
  • Fyrstu 100 dagar ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs
  • Vigdís Hauksdóttir segist ekki bogna undan árásum kratískra afla
  • Skákáhugamenn bíða eftir einvígi heimsmeistaranna í skák
  • Viðskiptablaðið rýnir í Peningamál Seðlabankans
  • Nærmynd af heimshornaflakkaranum Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur
  • Forstjóri Microsoft kveðjur
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem nú veltir fyrir sér muninum á mjólkurkvóta og fiskveiðikvóta
  • Óðinn skrifar um ósjálfbæran heimsbúskap
  • Þá eru í blaðinu myndasíður, pistlar og margt, margt fleira