Vígdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, óskaði í dag eftir því að leiða flokkinn í Reykjavíkurkjördæmi suður í komandi alþingiskosningum. Vigdís tilkynnti um áform sín í dag. Í tilkynningu frá henni segir:

„Á fjölmennum fundi Framsóknarfélags Reykjavíkur sem haldinn var fyrr í dag, óskaði ég eftir því við félaga mína í Framsóknarflokknum í Reykjavík, að veita mér brautargegni á ný til að leiða flokkinn í Reykjvavíkurkjördæmi suður í komandi alþingiskosningum. Ég kem til með að vinna af heiðarleika og festu í þágu lands og þjóðar, hér eftir sem hingað til, og standa vörð um grunngildi samfélagsins.
Áfram til sóknar
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður“