Víglundur Þorsteinsson, fyrrverandi forstjóri BM Vallár, hefur sent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis bréf í framhaldi af bréfi til forseta Alþingis.

Í bréfinu varpar hann fram nokkrum spurningum vegna þess að  kröfuhafarnir eignuðust tvo íslenska ríkisbanka, Arion banka og Íslandsbanka. Víglundur spyr hvort ríkisstjórnin hafi haft ástæðu til að óttast kröfuhafana, hvort óhjákvæmilegt hafi verið að koma til móts við kröfur þeirra með því að afhenda þeim tvo ríkisbanka og af hverju það hafi gerst með leynd?

„Þeir sem stóðu að einkavæðingu bankanna til erlendra manna med leynd hafa harðast gagnrýnt einkavæðingu bankanna um áratug áður. Hún fór þó fram fyrir opnum tjöldum. Um leið og spurningum af þessu tagi er varpað fram er nauðsynlegt að árétta að Alþingi setti neyðarlögin til að staðinn yrði vörður um hag þjóðarinnar á örlagastundu. Alþingi hefur ekki breytt lögunum. Virðing Alþingis ræðst af varðstöðu þingmanna um hagsmuni þjóðarinnar,“ segir Víglundur meðal annars í bréfinu.