*

miðvikudagur, 26. febrúar 2020
Fólk 24. september 2019 10:38

Vignir Guðjónsson til Sigtúns Þróunarfélags

Vignir Guðjónsson yfirgefur Bláa Lónið og gengur til liðs við Miðbæ Selfoss.

Ritstjórn
Vignir Guðjónsson er með MS gráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum.

Vignir Guðjónsson hefur verið ráðinn sem sölu- og markaðsstjóri til Sigtúns Þróunarfélags, en félagið annast uppbyggingu nýs miðbæjar á Selfossi. Samkvæmt fréttatilkynningu mun Vignir auk þess leiða þróunarstarf og uppbyggingu á ferðaþjónustutengdri afþreyingu í miðbænum, og samstarf við sveitarfélagið Árborg og hagsmunaaðila á Selfossi í markaðs- og kynningarmálum. 

„Sigtún Þróunarfélag stendur að uppbyggingu á nýja miðbænum á Selfossi þar sem byggð verða 35 hús í klassískum íslenskum stíl, samtals um 22 þúsund fermetrar, sem hýsa munu verslanir, veitingastaði, skrifstofur, íbúðir og hótel. Þá er fjölbreytt menningar- og sýningarstarfsemi fyrirhuguð í nýja miðbænum, m.a. sýning um íslenska skyrið og safn sem starfrækt verður í endurbyggðri miðaldardómkirkju. Framkvæmdir á Selfossi eru í fullum gangi en ætlað er að fyrri áfanga ljúki eftir rúmlega eitt ár og að framkvæmdum verði að fullu lokið árið 2022. 

Vignir kemur til Sigtúns frá Bláa Lóninu þar sem hann starfaði um árabil í markaðsmálum og viðskiptaþróun. Vignir er með MS gráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum,“ segir í fréttatilkynningu um ráðninguna.

Stikkorð: Guðjónsson Vignir