Vignir Örn Guðmundsson hefur verið ráðinn sérfræðingur á hugverkasviði Samtaka iðnaðarins, en hann er formaður Samtaka leikjaframleiðenda (IGI) sem er starfsgreinahópur innan SI.

Vignir Örn er einn af stofnendum Radiant Games og hefur verið framkvæmdastjóri tölvuleikjafyrirtækisins frá árinu 2014, en hann starfaði um skeið hjá Fraunhofer CESE í Maryland, þar sem hann vann að hugbúnaðarprófunum fyrir NASA.

Vignir Örn hefur einnig fengist við kennslu í tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík og haldið fjölda fyrirlestra á ráðstefnum, en hann er með BS í stærðfræði og MS í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.