TM Software efndi nýverið til ráðstefnu í tilefni af nýrri útgáfu Vigor-viðskiptahugbúnaðarins, Vigor 2008. Megininntak ráðstefnunnar var kynning á nýju útgáfunni og Vigor-verkbókhaldi, segir í fréttatilkynningu.

Vigor-viðskiptahugbúnaður er íslenskur hugbúnaður, hannaður af TM Software og hentar flestum fyrirtækjum og býðst einnig í kerfisveitu. Viðskiptakerfinu er ætlað að uppfylla ýtrustu kröfur sem íslensk fyrirtæki gera um nútímalegt upplýsingakerfi við skráningu, aðgang og geymslu gagna úr rekstri. Fjölmörg íslensk fyrirtæki hafa innleitt hjá sér þ.á.m. Tryggingamiðstöðin hf., Orkubú Vestfjarða, Orkuveita Reykjavíkur, Faxaflóahafnir, Borgun og Kreditkort.

Á ráðstefnunni var farið ítarlega í Vigor-viðskiptahugbúnaðinn, reynslu notenda og nýjungar skoðaðar. Eins fór Arnaldur Axfjörð frá Admon yfir framtíðina í sjálfvirkni í viðskiptum en Vigor-viðskiptahugbúnaðurinn er einstaklega framarlega á því sviði. Einnig voru nýjungar hjá Nýherja og IBM kynntar, svo sem nýir netþjónar, nýtt stýrikerfi og hjálparforrit sem nýtast Vigor notendum.