Hin goðsagnakenndi þýski myndavélaframleiðandi Leica Camera AG kemur með á markað í endaðan nóvember sérstaka viðhafnarútgáfu Leica M9 Titanium myndavél. Vélin er hönnuð í samstarfi við bílahönnuðinn Walter de'Silva og Audi hönnunarteymi hans en de'Silva hefur m.a. leitt hönnun á nýjustu bílum Volkswagen Group.

Af þessari viðhafnarútgáfu verða aðeins framleidd 500 eintök. Verða þau boðin í setti með Leica Summilux-M 35 mm/f1,4 ASPH. linsu sem er smíðuð úr hreinum titanium málmi eins og myndavélahúsið sjálft. Þá er leður líka notað á myndavélahúsið til að gefa betra grip og það er samskonar leður og er notað í sætunum á dýrustu gerðum Audi. Slík leður er líka í hulstri og leðuról sem fylgir vélinni.

Leiðbeinandi verð á breskum markaði er 19.800 pund eða sem nemur um 3.524.400 krónum. Búast má við að verðið geti orðið mun hærra þegar Leica aðdáendur um allan heim fara að slást um gripina 500.