Guðlaugur Þór Þórðarson og Tryggvi Þór Herbertsson, þingmenn Sjálfstæðisflokk, fara fram á að Hróbjartur Jónatansson hrl. komi fyrir fund efnahags- og skattanefndar Alþingis. Tilefnið er grein hans sem birtist í síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins um auðlegðarskatt. Þingmennirnir hafa sent Helga Hjörvar, formanni nefndarinnar, erindi þess efnis.

Í greininni fjallar Hróbjartur um auðlegðarskattinn og færir fyrir því rök að hann feli í sér eignaupptöku ríkisins. Hann telur að verulegur vafi ríki um lögmæti skattsins í núverandi mynd.

Grein Hróbjarts í heild má lesa hér .