Evrópska fyrirtækjavika er haldin á vegum framkvæmdastjórnar ESB í 37 Evrópulöndum dagana 15.- 21. október. Um árlegan viðburð er að ræða, en í ár er vikan tileinkuð frumkvöðlastarfi kvenna.Kemur þetta fram á vef Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Vilborg Einarsdóttir, frumkvöðull og einn af aðaleigendum fyrirtækisins Mentor er talsmaður vikunnar í ár fyrir Íslands hönd. Íslenska ráðstefnan verður haldin í Salnum í Kópavogi 18. október.