Hlutabéf lækkuðu í Asíu í dag og hafa að sögn Bloomberg fréttaveitunnar ekki verið lægri í 7 vikur en áhyggjur af mörkuðum í Bandaríkjunum er sagðar meginvaldur lækkunarinar.

MSCI Asia Pacific vísitalan lækkaði um 1,9% í dag og hefur falllið um 13% á árinu. Nikkei vísitalan í Japan lækkaði um 1,8% og hlutabréf í Suður Kóreu lækkuðu um 1,9%.