*

þriðjudagur, 16. júlí 2019
Erlent 16. febrúar 2008 18:35

Vikan í Bandaríkjunum: Hækkandi olíuverð heldur mörkuðum uppi

Ritstjórn

Hlutabréf hækkuðu í Bandaríkjunum í vikunni. Hærra olíuverð orsakaði hærra gengi oliu- og orkufyrirtækja og óvæntar tölur um aukna smásöluverslun orskaði hærra gengi smásölufyrirtækja.

Mesta lækkunin varð í gær, föstudag eftir að nýjar mælingar sýndu að væntingavísitalan hefði ekki mælst lægri í 16 ár.

Olíuverð hækkaði um 4,1% í vikunni og fór hæst í 95,50 bandaríkjadali. Við það hækkuðu fyrirtæki á borð við Exxon og ConocoPhillips.

Olíuverð hefur ekki verið hærra síðan 9. janúar á þessu ári.

Nasdaq vísitalan hækkaði um 0,7% í vikunni, Dow Jones um 1,4% og Standard & Poor’s 500 vísitalan hækkaði einnig um 1,4%.

Mesta hækkun hlutabréfa í ólíkum geirum

Þannig hækkaði gengi Exxon Mobil um 4,5% og er það mesta hækkun á einni viku frá því í mars á síðasta ári.

ConocoPhillips, þriðja stærsta olíufyrirtæki Bandaríkjanna hækkaði um 4,9%. Sá hluti sem snýr að orkuframleiðslu í S&P 500 vísitölunni hækkaði um 4,7% í vikunni.

Stærsta kapalsjónvarpsfyrirtæki landsins, Comcast  hækkaði um 18% í vikunni. Félagið tilkynnti að það muni á næstunni hefja frekari kaup á eigin hlutafé og greiða út sinn fyrsta arð í næstum áratug.

Goodyear dekkjaframleiðandinn tilkynnti hækkandi meðalafkomu um 8,2% og við það hækkuðu hlutabréf í fyrirtækinu um 13%.

Þá kynnti Molson Coors, þriðji stærsti bjórframleiðandi í Bandaríkjunum batnandi afkomu á fjórða ársfjórðung um 13% og við það hækkuðu hlutabréf í fyrirtækinu einnig um 13%.

Væntingavísitalan lækkar ásamt fjármálafyrirtækjum

Eins og greint hefur verið frá hefur væntingavísitalan ekki mælst lægri í 16 ár. Hún mældist í vikunni 69,6% og lækkar úr 78,4% frá því í janúar. Auknum áhyggjum um uppsagnir og hækkandi verðbólgu er þar kennt um að sögn Bloomberg fréttaveitunnar.

Líkt og í Evrópu og Asíu lækkuðu fjármálafyrirtæki í vikunni. Í S&P 500 vísitölunni var fjármálageirinn sá eini sem lækkaði. Eftir að milljarðarmæringurinn Warren Buffett bauðst til að tryggja skuldabréf sem gefin væru út af sveitafélögum, lækkuðu skuldabréfafyrirtæki nokkuð. MBIA lækkaði um 16% og Ambac, sem hafnaði tilboði Buffett lækkaði um 7%.

Von um lækkun stýrivaxta

Eins og greint var frá í vikunni útilokaði Ben Bernanek, seðlabankastjóri Bandaríkjanna ekki að stýrivextir yrðu lækkaði frekar. Hann sagði þó í vikunni að enn væri hætta á frekari niðursveiflu og undir þau orð tók Alan Greespan, fyrrverandi seðlabankastjóri.

Hlutabréf hækkuðu fyrstu þrjá daga vikunnar en lækkuðu eftir að orð seðlabankastjóranna féllu á fimmtudag og föstudag.

Skammtíma ríkisskuldabréf lækkuðu nokkuð í vikunni og hafa ekki verið lægri frá því í apríl árið 2004. Ríkisskuldabréf til tveggja ára lækkuðu nú níundu vikuna í röð niður í 1,91%.

Langtíma ríkisskuldabréf hækkuðu þó eftir að gert hafði verið ráð fyrir því að fjárfestar myndu nýta sér lægri lántökukostnað sem myndi ýta undir hraðan vöst hagkerfisins og aukinnar verðbólgu að því er Bloomberg fréttaveitan greinir frá. Ríkisskuldabréf til 10 ára hækkuðu hækkuðu þriðju vikuna í röð í 3,77%.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is