Blaðamaður The Times veltir því fyrir sér hvort að rúmlega tíu milljarða kaup Dagsbrúnar að á breska prent- og fjölmiðlafyrirtækinu Wyndeham Press sé síðasta áras víkinganna á Bretland í bili.

Hann bendir á að bandarískir fjárfestar hafi sagt upp skuldabréfum, sem gefin voru út af íslensku viðskiptabönkunum, fyrir tugi milljarða króna. Uppsagnirnar leiddu til þess að íslensk hlutabréf lækkuðu verulega í verði á föstudaginn og krónan veiktist.

Blaðamaður The Times segir að fjármálstofnanir telji Ísland næmt fyrir hugsanlegri bankakreppu. Hins vegar telur hann að bankarnir sleppi við áföll en segir að árásum víkinganna gæti verið lokið.

Landsbankinn sölutryggði rúmlega 162 milljón punda fjármögnun til að styðja við væntanlega 81 milljón punda yfirtöku Dagsbrúnar á breska félaginu.