Í vor eignuðust eigendur víkjandi skuldabréfs 80% hlut í Icelandic Group. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins átti fjárfestingarfélagið Grettir þar stærstan hlut að máli. Þetta skuldabréf er afskrifað nú, herma heimildir. Eignarhaldsfélagið IG, sem meðal annars er í eigu Brims og Hraðfrystihússins Gunnvarar, stefnir að því að auka hlutafé Icelandic Group um 160 milljónir evra. Það á eftir að leggja hlutafjáraukninguna fyrir hluthafafund sem verður næsta þriðjudag. Í kjölfarið eignast Eignarhaldsfélagið IG nær allt hlutafé Icelandic Group eða um 98%, samkvæmt upplýsingum frá stjórnendum. Eiginfjárhlutfallið mun hækka í um 30%, að því fram hefur komið í fréttatilkynningu. Áður en eigendur víkjandi skuldabréfs urðu langstærstir í Icelandic Group í vor með því að þynna út hlutaféð var kjölfestufjárfestir félagsins Grettir fjárfestingarfélag, sem Björgólfur Guðmundsson fer fyrir, ásamt eignarhaldsfélagi í eigu Finnboga Baldvinsson forstjóra Icelandic Group.