*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Fólk 23. desember 2018 14:30

Viktor nýr framkvæmdastjóri

Viktor Karl Ævarsson tók við sem nýr framkvæmdastjóri Kraftvélaleigunnar 1. Nóvember síðastliðinn.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Viktor Karl Ævarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kraftvélaleigunnar og hóf störf 1. nóvember síðastliðinn. Viktor Karl er einnig framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Kraftvéla.

Kraftvélaleigan er systurfyrirtæki Kraftvéla og sérhæfir sig í útleigu atvinnutækja af öllum stærðum og gerðum. Á undanförnum árum hefur færst í vöxt áhugi fyrirtækja á að leigja tækin frekar en að kaupa þau, sérstaklega þegar um sé að ræða afmörkuð verkefni í lengri eða skemmri tíma.

Mikill vöxtur hefur átt sér stað í Kraftvélaleigunni á síðustu tveimur árum og í dag eru rétt tæplega 70 tæki í Kraftvélaleigunni og fyrirsjáanleg aukning fram undan.

„Kostir leigu eru margvíslegir, leigutaki gerir samning um tæki sem hentar sínum rekstri og borgar fyrir það ákveðna upphæð á mánuði. Innifalið í leigugjaldinu er ekki bara afnot af tækinu heldur líka öll þjónusta tækisins. Leigutaki getur því auðveldlega reiknað dæmið til enda og á ekki von á neinum óvæntum útgjöldum af rekstri tækisins.

Einnig er mögulegt að leigja tækin með forkaupsrétti þar sem hluti leiguverðs gengur upp í kaupin á tækinu,” segir Viktor.

Kraftvélaleigan býður upp á breitt úrval tækja til leigu: vinnuvélar, lyftara, vöruhúsatæki, rafmagnstjakka í sendibíla, byggingarkrana, Iveco atvinnubíla, dráttarvélar og liðstýrðar smávélar svo fátt eitt sé nefnt. Nýjustu tækin í leiguna eru þrjár Komatsu HM400 námubifreiðar leigðar til Ístak fyrir endurbætur í Landeyjahöfn og Sandvik DX800 borvagn leigður til ÍAV við byggingu nýs Landspítala á Hringbraut.

Nánar er fjallað um málið í Atvinnubílar, fylgiriti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is