Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir skynsamlegt að sameina sveitarfélög til að auka hagkvæmni. Þetta kom fram í ræðu Halldórs á landsþingi sambandsins sem nú fer fram.

Í ræðunni sagði Halldór mikilvægt að sveitarstjórnir huguðu að því að aukin eftirspurn eftir ýmisskonar þjónustu kallaði á framtíðarsýn um það hvernig styrkja mætti þjónustuna. Mikilvægt væri að tryggja aukna hagkvæmni í þjónustunni til að vel væri farið með opinbert fé.

Bein útsending er af fundinum sem má sjá hér .