Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, telur ekki vera meira svigrúm til niðurskurðar. Hann vill frekar horfa til aukinnar hagræðingar hjá hinu opinbera. Með því meinar hann að veita sömu þjónustu nema fyrir minni pening. Einnig vill hann skoða hvort ekki sé hægt að sameina stofnanir og embætti, til dæmis Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið. Þetta kemur fram í viðtali við Bjarna í Fréttablaðinu í dag.

Bjarni segist vilja skoða hvort ekki sé hægt að nýta tölvutæknina meira til þess að tryggja störf úti á landi, störf sem þurfa ekki endilega að vera í höfuðborginni.

Óvissuþættir framundan

Það að skila afgangi af rekstri ríkisins er mikilvægt vegna þeirra óvissuþátta sem framundan eru, meðal annars afnám hafta. Bjarni telur að sala á eignarhlutum ríkisins í bönkunum sé góð leið til þess að grynnka á skuldum ríkissjóðs.