Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri Grænna og fyrrverandi ráðherra, vil að lögreglustjórar og stjórnvöld beiti valdi gegn landeigendum sem hann kallar óprúttna. Þetta kemur fram í grein sem hann skrifar í Morgunblaðið. Að öðrum kosti beri Alþingi að fella úr gildi lög sem Ögmundur segir banna innheimtu aðgangseyris að „náttúrugersemum Íslands í ábataskyni,“ eins og segir í greininni.

Ögmundur beinir einnig spjótum sínum að lögreglustjórum, sem hann segir að velji hvaða lögum sé framfylgt og hverjum ekki: „Og þeir lögreglustjórar sem láta þetta óátalið í sínum umdæmum verða að svara því hvers vegna þeir stoppi þá sem eru grunaðir um að aka undir áhrifum áfengis og ákæri síðan sannist að þeir hafi ekið drukknir. Og sjái lögreglumaður mann berja mann er gripið í taumana. En mennina með posavélarnar stöðva þeir ekki. Þeir eru án vafa að brjóta lög. Hver er skýringin?“ Segir í grein Ögmundar.

Vil að bann við áfengisauglýsingum sé virt

Ögmundur segir einnig að hann vilji að banni við auglýsingu áfengra drykkja sé framfylgt á markvissari hátt en nú er gert. Annað hvort beri að framfylgja lögum eða að afnema þau, en í tilfelli banns við áfengisauglýsingum sé fyrri kosturinn fýsilegri að hans mati.