Fimm franskir bankar hyggjast setja á laggirnar sérstakan sjóð til þess að koma litlum eða meðalstórum sjóðum til bjargar, lendi þeir í vandræðum vegna lausafjárþurrðar. Útfærslan er ólík þeirri bandarísku en þar hafa umsvifamikil fjármálafyrirtæki sett á laggirnar sérstakt fjárfestingarfélag, SIV, sem er ætlað að kaupa fjármálagjörninga sem markaðurinn hefur ekki trú á. Frönsku bankarnir sem taka þátt í stofnun sjóðsins eru BNP Paribas, Societe Generale, Natixis, Credit Agricole, Calyon og HSBC France.