Á morgun, mánudag, mun Viðlagatrygging Íslands opna skrifstofu á Selfossi.

Er þetta gert í kjölfar Suðurlandssjálfsans sem reið yfir í lok maí en hátt í þrjú þúsund tjón hafa verið tilkynnt vegna hans.

Skrifstofan verður að Austurvegi 64a.

Viðlagatrygging Íslands greiðir tjóna þeirra sem verða fyrir náttúruhamförum. Ná bætur Viðlagatryggingar yfir þá hluti sem hafa verið brunatryggðir.

Ríkisstjórnin tilkynnti nýlega að lágmarks fjárhæð eigin áhættu Viðlagatrygginar hafi verið lækkuð úr 85 þúsund krónum í 20 þúsund krónur.