Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentors, hefur verið tilnefnd sem fyrirmyndarfrumkvöðull kvenna (Network of Female Entrepreneurship Ambassadors.)  Meginmarkmið framtaksins er að finna a.m.k. þrjá íslenska kvenfrumkvöðla, sem hafa skarað fram úr á sínu sviði og eru tilbúnir að vera fyrirmynd annarra kvenna og miðla reynslu sinni og þekkingu.

Þetta verkefni er samstarfsverkefni EEN á Íslandi, Noregi og í Danmörku.  Það er partur af Samkeppnis- og nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins og er ætlað að stuðla að aukinni samkeppnishæfni þjóða m.a.  með aukningu kvenfrumkvöðla í Evrópu. Þess má geta að einungis 25% frumkvöðla á Íslandi eru konur en um 30% í Danmörku.

Ákveðin skilyrði eru sett fyrir þær konur (og fyrirtæki þeirra), sem hafa áhuga á að koma að þessu verkefni og eru tilbúnar að verða fyrirmyndarkvenfrumkvöðlar  - Ambassadorar- Íslands. Þau eru:

• Hafa náð árangri og stöðugleika í rekstri sinna fyrirtækja

• Þörf þarf að vera á markaði fyrir vörur og þjónustu fyrirtækisins

• Skýr markmið skulu vera um framtíðarhorfur fyrirtækisins

• Skýr stefna um vöxt og þróun fyrirtækisins þarf að vera til staðar

• Fyrirtæki þeirra þarf að hafa jákvæða og trúverðuga ímynd í þjóðfélaginu

• Fyrirtækið þarf að endurspegla fagmennsku og gæði

• Frumkvöðullinn þarf að vera fyrirmynd- bæði faglega og persónulega

• Stefna fyrirtækisins feli í sér samfélagslega ábyrgð"