„Kjarni málsins er að það var ranglega stofnað til þessa rammasamnings. Það verður að fara aftur í þetta til að hægt sé að gera þetta almennilega. Þeir hljóta að standa betur að næsta útboði og þá sérstaklega yfirferð á tilboðum,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, forstjóri Iceland Express, um þá ákvörðun Ríkiskaupa að endurtaka útboð um flugsæti til og frá Íslandi.

Annmarkar voru á samningnum

Skarphéðinn telur ákvörðunina staðfesta að illa hafi verið staðið að útboðinu á sínum tíma og að sjónarmið flugfélagsins hafi verið réttmæt. „Og ég treysti því að það verði engir vildarpunktar að þvælast fyrir núna,“ bætir hann við og segir Iceland Express að sjálfsögðu taka þátt í nýju útboði. Ekki náðist í forstjóra Icelandair þegar viðbragða var leitað við þeirri ákvörðun Ríkiskaupa að endurtaka útboðið.

Fjallað er útboð á flugsætum ríkisstarfsmanna í síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.