Costco á Íslandi falaðist eftir því við Helga í Góu að leigja bílastæði á lóð sælgætisgerðarinnar Góu við Garðahraun. Helgi sagði í samtali við Fréttablaðið það óljóst hvað Costco vildi gera við stæðin, en taldi þó líklegt að hugmyndin hafi verið að bæta við stæðum fyrir starfsfólk verslunarinnar. Verslunin er í um eins kílómetra fjarlægð frá höfuðstöðvum Góu og KFC.

Helgi sagði enn fremur að verslunin versli ekki mikið við íslensk fyrirtæki. „Ég er svo sem ekkert ósáttur við það og vil frekar selja hinum 500 búðunum. Að sparka svona í rassgatið á okkur og sýna okkur ekki lit og vilja svo fá bílastæðin hjá okkur. Þá fer maður að hlæja og spyr: Hvar eru sérfræðingarnir?“ er haft eftir Helga í fréttinni.

Viðskiptablaðið greindi nýverið frá því að sælgætisframleiðandinn Nói Siríus hafi náð stórum samningi um sölu á vörum sínum í sérpökkuðum umbúðum til Costco. Ef að salan í búð Costco hér á landi eru uppi áætlanir um að vörur félagsins fari í sölu í öðrum búðum Costco erlendis.