Persónuvernd hefur hafnað kvörtun manns sem var ósáttur við að persónuupplýsingar hans væri að finna um hann í fyrirtækjavottorði í fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra. Maðurinn var ósáttur við að þar væri að finna nafn, heimilisfang og kennitölu sína.

Maðurinn var stjórnarmaður, framkvæmdastjóri og með prófkúruumboð í félaginu.

Persónuvernd hafnaði hins vegar kröfunni. Persónuvernd taldi ekkert benda til þess að framangreind vinnsla persónuupplýsinga kvartanda bryti gegn þeim kröfum, en skráningin fæli í sér að skráðar væru lágmarksupplýsingar um fyrirtæki landsins og fyrirsvarsmenn þeirra að því er fram kemur í frétt á vef ríkisskattstjóra .