Þrír af fimm stjórnarmönnum Eignarhaldsfélagsins Portusar, sem stýrir Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu, voru fylgjandi því að ráða Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi menntamálaráðherra, í stöðu forstjóra Hörpunnar. Þorgerður Katrín sótti um starfið ásamt fleirum, þar á meðal Þórólfi Árnasyni, fyrrverandi borgarstjóra, og Hrönn Greipsdóttur, m.a. fyrrverandi hótelstýra á Hótel Sögu.

Tekist var á um ráðninguna innan stjórnarinnar en lendingin varð að ráða Halldór Guðmundsson bókmenntafræðing í starfið 3. maí síðastliðinn.

Frá þessu greinir fréttastofa Stöðvar 2 og Bylgjunnar í hádegisfréttum.