Sameinaði lífeyrissjóðurinn fór fyrir stuttu fram á gjaldþrotabeiðni yfir DV eftir að hafa reynt án árangurs að innheimta um 600 þúsund króna skuld blaðsins við sjóðinn.

Gjaldþrotabeiðnin var þó afturkölluð á síðustu stundu þar sem skuld útgáfufélagsins við lífeyrissjóðinn var gerð upp. Fyrir utan það að skulda tollstjóra umtalsverðar upphæðir voru iðgjöld starfsmanna í lífeyrissjóði einnig í vanskilum, að mestu leyti til hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna.

Samþykkt var í dag að auka hlutafé DV um 40 milljónir króna. Ólafur M. Magnússon, stjórnarformaður DV, segir í samtali við Viðskiptablaðið að stærstu hluti hins nýja hlutafjár komi frá núverandi eigendum félagsins.

Nánar verður fjallað um skuldamál og hlutafjáraukningu DV í Viðskiptablaðinu sem kemur út í  fyrramálið. Á meðal efnis í blaðinu er :

  • Ástæður þess að hlutabréf hækka hratt í verði
  • Það blæs köldu á vinnumarkaðnum
  • Fjármálafyrirtæki keppast um að miðla skuldabréfum
  • Framtakssjóðurinn græðir á Icelandair Group
  • Vegferð rafbíla takmarkast við innanbæjarakstur
  • Seðlabankinn setur mörkin við 170 krónur
  • Davíð Helgason hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Unity Technologies ræðir um tæknimarkaðinn í ítarlegu viðtali
  • Allt um auglýsingarnar fyrir og eftir áramótaskaupið
  • Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir í nærmynd
  • Óðinn skrifar um uppgjör Seðlabankans
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um íþróttahús sveitarfélaga
  • Myndasíður um nýja bíla og íslenska stjórnarmenn, pistlar og margt, margt fleira