„Nýjar hugmyndir mæta alltaf einhverri mótspyrnu. Dæmi um þetta var þegar Vísir og Þorbjörn ætluðu að byrja að hirða þorskhausana í stað þess að henda þeim, en það eru þau fyrirtæki sem eru með hvað besta nýtingu á aflanum," segir Eva Rún MIchelsen, framkvæmdastjóri Húss sjávarklasans.

„Þegar þetta var gert þurfti að breyta því hvernig vinnunni var háttað um borð. Af því sem mér var sagt að þá voru sjómennirnir ekkert sáttir við að þurfa að safna þorskhausunum. Fyrir þeim var þetta bara rusl sem tók pláss og vigt í lestinni og þeir vildu ekki sjá þetta. En svo þegar var boðið upp á einhverja hvata, segjum að þeir fái nokkrar krónur fyrir hvern haus sem þeir hentu ekki, þá hugsuðu þeir strax: „Já, þarna eru verðmæti.“ Enda eru þorskhausar nú fluttir út fyrir 8 milljarða króna á ári."

„Það sem ég er að segja að það þarf að sannfæra alla í virðiskeðjunni og þetta má auðvitað heimfæra á breytingar í fyrirtækjum. Þú verður að fá þann sem er líklegastur til að vera með mótþróa til að vera með í liði. En fyrir utan hvatann þá þarft þú að vera með fyrirmynd og vera með einhvern sem drífur batteríið áfram. Það er svolítið það sem Þór [Sigfússon, framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans, innsk. blm.] hefur gert hérna hjá okkur.“

Eva Rún Michelsen er í ítarlegu viðtali í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .