Óskir flugfarþega geta verið misjafnar. Þannig hafa flugfarþegar beðið um McDonald's í miðju flugi auk þess sem sumir farþegar biðja um nudd. Aðrir biðja um að gluggar séu opnaði og sumir biðja um að „lækkað“ sé í hreyflunum til að minnka hávaða um borð.

Þetta er meðal þess sem kemur fram eftir að 3.000 starfsmenn breska flugfélagsins Virgin Atlantic voru beðnir um að taka saman mest undarlegustu óskir flugfarþega um borð vélum félagsins. Fjallað er um málið á ferðavef breska blaðsins Telegraph.

Sem fyrr segir má finna beiðni á borð við þá þar sem flugfreyja félagsins var beðin um að opna gluggann af farþega sem augljóslega kunni ekki að meta nógu vel lofþrýstingsjafnara flugvéla í 35 þúsund feta hæð, eins og Telegraph kemst að orði.

„Getur þú vinsamlegast beðið flugstjóranna að stoppa þessa ókyrrð,“ spurði einn farþegi áhafnarmeðlim félagsins en nokkrir áhafnameðlimir höfðu fengið óskir um hvort hægt væri að fara í sturtu um borð. Auk þess hafa áhafnameðlimir verið beðnir um að fara með börnin á leiksvæði.