„Þeir treysta ekki íslensku lagaumhverfi,“ segir Georg Lúðvíksson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda nýsköpunarfyrirtækisins Meniga. Hann og stofnendur fyrirtækisins tryggðu sér nýverið fjármögnun upp á næstum því 800 milljónir króna.

Georg segir ánægjulegt að tekist hafi að tryggja fjármögnun félagsins hér á landi. Ekki hafi verið búist við því fyrirfram. Rætt var við erlenda fjárfesta í tengslum við fjármögnunina og gerðu flestir kröfu um að félagið flytti út gegn því að þeir lögðu fjármagn í reksturinn. Meniga-liðar skoðuðu að flytja hluta af fyrirtækinu út og hluta af lykilstjórnendum. Það þótti flókið og var því ekki ráðist í það.

Fjárfestingarsjóðurinn Kjölfesta og samlagssjóðurinn Frumtak tóku þátt í fjármögnuninni. Frumtak var fyrir í hluthafahópi Meniga.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .