Ótilgreindur lífeyrissjóður bauðst til að kaupa hluti í Símanum á verðinu 3,45 krónur á hlut þremur mánuðum áður en að fjárfestahópur keypti 5% eignarhluta á verðinu 2,5 krónur á hlut. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag.

Tilboðið lífeyrissjóðsins er 38% hærra en kaupverð fjárfestahópsins og 19% hærra en kaupverð vildarvina Arion banka. Ekki liggja þó fyrir forsendur kauptilboðsins en ljóst er að það er hærra en gengi bréfa í tilboðsbók B almenna útboðsins. Tilboðsbók B var fyrir aðila sem buðu 100 milljónir eða meira, en sölugengi þar endaði sem 3,4 krónur á hlut.

Samkvæmt frétt Morgunblaðsins ríkir mikil ólga innan lífeyrissjóðakerfisins í kjölfar útboðs Arion banka á hlutum símans.