*

mánudagur, 6. desember 2021
Innlent 21. september 2019 11:05

Vildu láta eyða kvörtun um störf sín

Stjórn Lindarhvols fór fram á að bréfi þar sem kvartað var undan störfum stjórnarinnar yrði eytt úr málaskrá fjármálaráðuneytisins. Slíkt hefði brotið í bága við lög.

Ingvar Haraldsson
Fjármálaráðuneytið.
Haraldur Guðjónsson

Stjórn Lindarhvols ehf. fór fram á að bréfi þar sem kvartað var undan störfum Lindarhvols yrði eytt úr málaskrá fjármálaráðuneytisins. Fjármálaráðuneytið stofnaði Lindarhvol í lok apríl 2016 til að selja eigur sem féllu ríkinu í skaut með stöðugleikaframlögum föllnu bankanna. 

Samkvæmt gögnum sem Viðskiptablaðið hefur undir höndum tók fjármálaráðuneytið á móti bréfi 20. október 2016 þar sem raktir voru meintir vankantar á söluferli Lindarhvols á hlutum í Klakka sem átti sér stað í september og október 2016. Í bréfinu voru athugasemdir við söluferlið raktar í sextán liðum. 

Ólöglegt að eyða skjölunum

Sérfræðingar sem Viðskiptablaðið hefur rætt við segja ljóst að fjármálaráðuneytinu hafi ekki verið heimilt að verða við beiðni stjórnar Lindarhvols um að eyða erindinu úr málaskrá ráðuneytisins.

Stjórnvöldum beri samkvæmt lögum að halda opinber skjalasöfn um þau mál sem undir þau heyri. Óheimilt sé að eyða skjölum nema um það sé sérstakt lagaákvæði eða þjóðskjalavörður hafi sett um það reglur, sem eigi ekki við í þessu tilfelli. Enda varð ráðuneytið ekki við beiðni stjórnar Lindarhvols.

Undir bréfið skrifuðu stjórnarmenn Lindarhvols og Steinar Þór Guðgeirsson, fyrir hönd lögmannsstofunnar Íslaga, sem sá um daglegan rekstur Lindarhvols. Stjórn Lindarhvols skipuðu þau Þórhallur Arason, fyrrverandi skrifstofustjóri fjármálaráðuneytisins sem var formaður stjórnar, Haukur C. Benediktsson, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og fyrrverandi framkvæmdastjóri Eignasafns Seðlabanka Íslands og Ása Ólafsdóttir, varaforseti lagadeildar Háskóla Íslands.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Stikkorð: Klakki Lindarhvoll