*

þriðjudagur, 25. janúar 2022
Innlent 2. desember 2021 17:28

Vilhelm eykur hlut sinn í Eimskip

Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips, jók hlut sinn í félaginu um ríflega 50 milljónir króna í dag.

Ritstjórn
Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips.
Aðsend mynd

Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips, jók hlut sinn í Eimskip um 50,8 milljónir króna í dag. Vilhelm keypti 108.000 hluti á genginu 470 krónur á hlut.

Eftir viðskiptin á Vilhelm 240.173 hluti í Eimskipum sem metnir eru á 115,8 milljónir króna miðað við markaðsverð upp á 482 krónur á hlut.

Viðskiptin voru að hluta fjármögnuð með bankaláni og voru 200.000 hlutir settir að handveði til tryggingar greiðslu þess.