Vilhjálmur Bjarnason, framkvæmdastjóri samtaka fjárfesta, og Már Wolfang Mixa fjármálafræðingur eru á meðal þeirra 16 sem sóttu um stöðu forstjóra Bankasýslu ríkisins.

Stofnunin mun fara með eignarhluti íslenska ríkisins í nýju bönkunum þremur. Umsóknarfrestur rann út 2. nóvember síðastliðinn.

Aðrir sem sóttu um stöðuna eru Birgir Örn Gunnarsson, Conor Byrne, Elín Jónsdóttir, Gísli Jafetsson, Guðmundur Franklín Jónsson, Halldór Eiríkur S. Jónhildarson, Ingólfur Guðmundsson, Ingólfur V. Guðmundsson, Íris Björk Pétursdóttir, Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, Jóhannes Ágústsson, Ólafur Örn Ingólfsson og Viðar Kárason.

Samkvæmt lögum um bankasýsluna skal forstjóri hennar hafa haldgóða menntun auk sérþekkingar á banka- og fjármálum. Ennfremur má hann ekki á síðustu fimm árum hafa verið úrskurðaðir gjaldþrota eða hlotið dóm.