Vilhjálmur Vilhjálmsson hefur dregið framboð sitt til stjórnar Eimskipafélagsins til baka tilbaka, en býður sig þess í stað fram til setu í varastjórn félagsins. Phil Quinlan hefur dregið framboð sitt til varastjórnar tilbaka fyrir framhaldsaðalfund félagsins sem haldinn verður föstudaginn 26. apríl næstkomandi.

Samkvæmt samþykktum félagsins kýs aðalfundur fimm menn í stjórn. Þar sem frambjóðendur til stjórnar eru fimm og samsetning fullnægir ákvæðum laga og samþykkta félagsins um kynjahlutföll verður sjálfkjörið í stjórn. Eins og Viðskiptablaðið sagði frá eftir aðalfund félagsins í lok mars, tókst ekki að kjósa löglega stjórn þá, þar sem hún uppfyllti ekki lög um kynjahjlutföll.

Þá var Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins Más Baldurssonar forstjóra Samherja, sem eiga nú um þriðjungshlut í Eimskip þriðji í kjöri á eftir Lárusi Blöndal og Vilhjálmi.

Í framboði til varastjórnar eru: Erna Eiríksdóttir, Jóhanna á Bergi og Vilhjálmur Vilhjálmsson. Samkvæmt samþykktum félagsins kýs aðalfundur tvo í varastjórn. Þar sem þrjú eru í framboði til varastjórnar verður kosið til hennar á fundinum.