Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir það óskiljanlega ákvörðun að halda stýrivöxtum Seðlabankans óbreyttum í 18%.

Í frétt á vef SA segir hann  það aum rök að lækka þá ekki og greinilegt að það vanti eitthvað upp á að menn tali saman.

Eins veki það athygli að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn, sem segist ekki hafa afskipti af stjórnmálum, vilji ekki lækka stýrivexti vegna ótryggs stjórnmálaástands á Íslandi.