Vilhjálmur Egilsson segir stjórnmálamenn sem tali fyrir því að innleysa skattinneign lífeyrissjóðanna núna aldrei geta staðið við það að útgreiðslur úr lífeyrissjóðum verði skattfrjálsar þegar þar að kemur. Þetta loforð sé blekkingaleikur.

„Enn koma fram tillögur um skattlagningu lífeyrissjóðanna frá stjórnmálamönnum sem vilja láta taka sig alvarlega. Nú síðast er lagt til að ríkið „innleysi“ skattinneign sína af viðbótarlífeyrissparnaði landsmanna til að fjármagna niðurfærslu Íbúðarlánasjóðs á lánum. Auk þess verði lagðar sérstakar byrðar á lífeyrissjóði vegna hagnaðar af svokölluðum Avens viðskiptum á árinu 2010.“ Vilhjálmur segir að byrðar af opinberri þjónustu muni alltaf lenda á lífeyrisþegunum sjálfum að stórum hluta og tekjur þeirra verði þá skattlagðar á ný þótt þær hafi verið skattlagðar áður.

Þetta kemur fram í grein Vilhjálms á vef Samtaka Atvinnulífsins en greinina í heild sinni má lesa hér.