Hæstiréttur hefur úrskurðað Vilhjálmi Bjarnasyni, lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, í vil í máli hans gegn Glitni en Vilhjálmur hefur krafist gagna til þess að byggja á skaðabótamál vegna taps hans í kjölfar bankahrunsins. Hlutafé hans í bankanum varð verðlaust og telur Vilhjálmur umrædd gögn nauðsynleg í málaundirbúningi sínum. Morgunblaðið greinir frá þessu.

Héraðsdómur hafði áður dæmt Vilhjálmi í óhag en Hæstiréttur hefur nú fellt þann úrskurð úr gildi og taldi dómurinn ljóst að Vilhjálmur hefði lögvarða hagsmuni af aðgangi að upplýsingunum. Hann fær þó ekki aðgang að upplýsingum um greiðslu Bjarna Ármannssonar, fyrrverandi forstjóra, til bankans árið 2009.

Dómur Hæstaréttar