Útlit er fyrir breytingar á stjórn Hampiðjunnar frá því sem áður var. Sjálfkjörið er í stjórnina en í henni sitja fimm einstaklingar. Tveir nýir koma inn. Ný stjórn tekur við á aðalfundi Hampiðjunnar 28. júní næstkomandi.

Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, gefur kost á sér sem formaður stjórnar í stað Braga Hannessonar. Jón Guðmann Pétursson, forstjóri Hampiðjunnar, gefur jafnframt kost á sér áfram ásamt þeim Kristjáni Loftssyni í Hval og Auðir Kristínu Árnadóttur. Hins vegar kemur Hjörleifur Jakobsson inn í stað Árna Vilhjálmssonar, sem lést í mars.