Þingmaðurinn Vilhjálmur Bjarnason tilkynnti á aðalfundi Samtaka fjárfesta að hann ætli að hætta sem framkvæmdastjóri þeirra. Hann hefur unnið fyrir samtökin í 14 ár. Hann segir í samtali við Morgunblaðið að eftir að hann ráði ekki við meira eftir að hann tók við þingmennsku. Ekki er búið að ráða í stöðu Vilhjálms hjá Samtökum fjárfesta.

Vilhjálmur var áður formaður samtakanna. Hann hætti því og gerðist framkvæmdastjóri árið 2007 og hóf að þiggja laun fyrir starfið.

Þá segir í Morgunblaðinu að á aðalfundinum í gær hafi nafni Samtaka fjárfesta verið breytt í Samtök sparifjáreigenda. Félagsmenn eru um fimm hundruð.