Vilhjálmur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sölu og Markaðssviðs ALP hf sem rekur Avis, Budget, Payless og ZipCar, hefur látið af störfum eftir að hafa selt hlut sinn í fyrirtækinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Vilhjálmur hefur verið einn af eigendum ALP hf síðan 2010, en þá keypti hann fyrirtækið í annað sinn eftir að hafa selt það árið 2007. Vilhjálmur hefur 29 ára reynslu af rekstri bílaleiga en hann skrifaði undir fyrsta sérleyfissamning Budget á Íslandi árið 1991.

ALP rekur  eina stærstu bílaleigu landsins með tæplega fjögur þúsund bifreiðar.   Fyrirtækið hefur náð frábærum árangri í sölu og markaðsmálum og m.a. hlotið verðlaunin “Licensee of the Year” hjá Avis Budget Group  oftar en nokkuð annað land í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku.

Vilhjálmur er með BS í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík, frá árinu 2006.