Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfsæðisflokksins og fyrrverandi borgarstjóri, var fyrir stundu kjörinn forseti borgarstjórnar á auka borgarstjórnarfundi sem nú stendur yfir í ráðhúsi Reykjavíkur.

Hlaut hann átta atkvæði nýs meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Minnihlutinn í borgarstjórn skilaði allur auðu.

„Atkvæðagreiðslan kemur á óvart eins og oft áður,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir verðandi borgarstjóri við upptalningu atkvæða en Vilhjálmur var kosinn með 8 atkvæðum gegn 7 auðum.

Dagur B. Eggertsson, Samfylkingu, var kjörinn fyrsti varaforseti borgarstjórnar til júní 2009 með öllum greiddum atkvæðum.