Kolibri hefur ráðið framendaforritarana Aron Inga Óskarsson og Vilhjálm Ara Gunnarsson.

Aron kemur frá Gangverki þar sem hann vann við nýtt uppboðskerfi Sotheby’s, en hafði áður ljáð Advania og Stokki þekkingu sína. Aron nam hugbúnaðarverkfræði við Háskóla Íslands.

Vilhjálmur leiddi síðast framendateymi Icelandair, þar sem hann vann meðal annars að nýjum vef og nýrri bókunarvél flugfélagsins. Vilhjálmur er með AP gráðu í Multimedia design and communcation og B.Sc. gráðu í Web Development frá Copenhagen School of Design and Technology.

Kolibri er hugbúnaðar- og ráðgjafarfyrirtæki. Fyrir vinna ýmis konar sérfræðingar í stafrænni vef- og vöruþróun hjá fyrirtækinu. Þar má m.a. finna hönnuði, forritara, og sérfræðinga í vörustjórnun og notendarannsóknum.