Nefnd sem skipuð var af sjávarútvegsráðherra og átti að gera úttekt á starfsumhverfi sjávarútvegsins hefur skilað frá sér áfangaskýrslu og kemur til formaður nefndarinnar, Vilhjálmur Egilsson ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, í Viðskiptaþáttinn í dag kl. 16 til að ræða niðurstöðurnar sem hafa vakið mikla athygli í sjávarútveginum.

Lyfjafyrirtækið Actavis hefur lækkað skarpt það sem af er degi en í gær lá fyrir uppgjör síðasta árs auk ársfjórðungsuppgjörs. Félagið hagnaðist um 5 milljarða á síðasta ári en viðbrögð markaðsaðila eru sjálfsagt til marks um þær miklu væntingar sem eru til félagsins. Róbert Wessmann, forstjóri félagsins, kemur í Viðskiptaþáttinn á eftir.